Rangæingar -- Salurinn tekinn til bæna
miðvikudagur, 19. desember 2012
Þriðjudaginn 18. desember var spilaður jólabarómeter, sk.
Landsbankabarómeter en Landsbankinn styrkti mótið.
Skemmst er frá að segja að preskakallarnir, þeir Halldór og
Kristján, tóku andstæðinga sína til léttra bæna.
Hófu messuhaldið snemma og sátu í toppsætinu nánast frá upphafi og
slæmt tap í síðustu setunni breytti þar engu um.
Úrslitin voru þegar ráðin. Þeir komu í mark með
59,2% skor, nokkuð á undan Jóa vert og Sigga Skógabónda sem
enduðu með 58,0% skor. Vel gert og til hamingju
piltar! Úrslitin má nálgast hér
Í meistarakeppni vetrarins hafa þeir félagar, Halldór og
Kristján, þægilega forystu með 147 bronsstig hvor.
Næstu menn, Óskar og Guðmundur, eru með 109 bronsstig hvor.
Jólamót félagsins verður spilað í golfskálanum að Strönd
laugardaginn 29. desember nk. og hefst spilamennskan kl.
12,00. Þátttaka tilkynnist til Bergs Pálssonar í síma
894 0491 eða á netfangið: frami@simnet.is