Miðvikudagsklúbburinn: Villi jr og Anton hæstir með 62,2%

fimmtudagur, 15. desember 2011

Vilhjálmur Sigurðsson JR og Anton Haraldsson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum. Þeir skoruðu 62,2% og næst voru Birna Stefnisdóttir og Aðalsteinn Steinþórsson með 61%. Í 3ja sæti voru Eðvarð Hallgrímsson og Magnús Sverrisson með 60.7%.

Úrslitasíða Miðvikudagsklúbbsins

Miðvikudagurinn 21. desember er síðasta spilakvöld félagsins fyrir jól og verður endað á jólakvöldi. Þá verður mikið af aukaverðlaunum í boði og vonast klúbburinn eftir sem flestum í jólaskapi.

Miðvikudagsklúbburinn ætlar að brydda upp á Madeiraleik sem byrjar 21. desember og endar 9. maí. Allir spilarar sem mæta 10 sinnum eða oftar fara í pott og eiga möguleika á að verða dregnir út og fá í verðlaun pakka til Madeira í nóvember 2012.
2 heppnir spilarar verða dregnir út 9. maí.

Innifalið í pakkanum er hótelgisting í 7 nætur, keppnisgjöld, ferðir til og frá flugvellinum á hótelið, út að borða á madeirskan veitingastað, hálfsdags útsýnisferð og þrírétta kvöldverður með víni í lokahófinu. Hver pakki er að verðmæti um 550 evrur.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar