Á morgun 11. október 2011 eru liðin 20 ár síðan að Ísland vann Bermúda skálina eftir æsispennandi úrslitaleik við Pólverja. Í tilefni tímamótanna verður BSÍ og Bridgefélag Reykjavíkur með afmæliskaffi og fyrirlestur í húsakynnum BSÍ að Síðumúla 37 kl.
Keppni hófst í fyrsta móti vetrarins 6. október sl. Mótið nefnist Suðurgarðsmótið, og er 3 kvölda mót, þar sem 2 bestu kvöldin gilda til stiga. Til leiks mættu 11 pör í fyrsta kvöldið, en benda má fólki á að það getur bæst í hópinn á næsta kvöldi sem verður spilað 13. október.
Þegar spilakvöld Miðvikudagsklúbbsins og Muninn var samreiknaður fyrir miðvikudaginn 5. október þá voru Garðar Garðarsson og Arnór Ragnarsson hæstir yfir bæði félög með 62,8%.
Lokið er fyrstu keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs. Þar var spilaður þriggja kvölda Monrad-barómeter. Samanlögð prósentuskor kvöldanna þriggja gilti til verðlauna.
Miðvikudaginn 5. október var spilaður einskvölds tvímenningur með þátttöku 14 para. Emma Axelsdóttir og Davíð Lúðvíksson voru efst með +30 og fengu að launum að velja sér sitthvora bókina úr Bókasafni Guðmundar Páls Arnarsonar.
Regluleg spilamennska hjá Briddsfélagi Selfoss hefst fimmtudaginn 6. október. Þá hefst þriggjakvölda tvímenningskeppni þar sem tvö bestu kvöldin telja.
Sveit Chile er með forystu að loknu fyrsta kvöldi Bermuda. 20 sveitir mættu til leiks í hraðsveitakeppni BR þetta árið. Að lokinni fyristu umferð af 3 þá er Staðan þessi.
Greifamótið fer vel af stað enda impatvímenningar alltaf skemmtilegir. Eftir fyrsta kvöld af þremur leiða Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson en stutt er í Frímann og Reyni, og Víði og Valmar.
Svala Pálsdóttir og Garðar Garðarsson eru efst í Gamla vínhústvímenningnum eftir 2 kvöld af 3. Þau eru með +105 en næstir eru Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson með +61 og í 3ja sæti eru Guðlaugur Sveinsson og Jón Bjarki Stefánsson með +59. Hæsta skor kvöldsins náðu Magnús og Halldór, +53 sem jafngildir59,8%.
Minnum alla á að hraðsveitakeppni BR, svokölluð "Mini Bermúda Bowl" byrjar á morgun þriðjudaginn 4. október. Fyrirkomulagið er venjuleg hraðsveitakeppni.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar