Suðurlandsmótið í sveitakeppni - úrslit

sunnudagur, 13. febrúar 2011

Suðurlandsmótinu í sveitakeppni er lokið. Sigurvegarar í mótinu varð sveitin Úlfurinn með 184 stig, í öðru sæti varð sveitin Skýjaborgin með 165 stig og í þriðja sæti sveitin Tryggingamiðstöðin með 152 stig. Þar sem sveit Úlfsins var bara með 1 spilara af 4 frá Suðurlandi, þá varð Skýjaborgin Suðurlandsmeistari, því þar voru 3 spilarar af 4 (50% þurfti til) frá Suðurlandi.

Í sveit Úlfsins spiluðu Halldór Úlfar Halldórsson, Kristinn Þórisson, Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Sævarsson. Í Skýjaborginni spiluðu Anton Hartmannsson, Pétur Hartmannsson, Guðlaugur Bessason og Björn Dúason. Í sveit Tryggingamiðstöðvarinnar spiluðu Kristján Már Gunnarsson, Helgi Grétar Helgason, Björn Snorrason, Guðmundur Þór Gunnarsson, Þröstur Árnason og Ríkharður Sverrisson.

Þar sem Úlfurinn og Miðvikudagsklúbburinn spiluðu ekki um rétt á Íslandsmót, þá unnu sveitirnar  Skýjaborgin, Tryggingamiðstöðin, Símon Símonarson, Gunnar Björn Helgason, Sérsveitin og MS Selfossi sér rétt til spilamennsku þar.

Keppnisstjórn var í mjög öruggum höndum Vigfúsar Pálssonar, og kunna Sunnlendingar honum bestu þakkir fyrir. 

Sjá má lokastöðuna, úrslit leikja og butlerinn á   þessari síðu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar