Bridgefélag Rangæinga (31)

þriðjudagur, 1. febrúar 2011

Eins og allir vita þá stendur yfir hörð barátta í sveitakeppni hjá Rangæingum.  Bardaginn er háður í bridge-félags-heimili okkar að Heimalandi sem staðsett er undir Eyjafjöllum.  Frá úrslitum undanfarinna kvölda er ýmislegt merkilegt að segja.  Presturinn skokkar í fararbroddi með glæsilegri spilamennsku og einstakri lipurð að vanda.  En stjörnusveit klúbbsins stóð loks undir væntingum þegar þeir náðu að landa góðum sigri síðasta kvöld.  Hægt er að segja að menn hafi andað léttar þegar þeir Óskar og félagar náðu að hrista af sér og standa loks undir væntingum.

Næstkomandi þriðjudagskvöld (s.s. í kvöld) gæti orðið stormasamt.  Nú mætast Sigurður og Ævar.  En það er skemmst frá því að segja að eina sveit okkar Sunnlendinga sem ekki var föst í Selfoss-herberginu á Bridge-hátíðinni, núna um helgina, samanstóð af pörum úr þessum tveimur sveitum.  Undirritaður lofar því miklum látum og góðri spilamennsku í kvöld.  Nánari úrslit má sjá hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar