Þorsteinn Berg og Óskar Sigurðsson unnu Butlerinn í Kópavogi
fimmtudagur, 28. október 2010
Þriggja kvölda butlertvímenningi Bridgefélags Kópavogs er lokið. Óskar Sigurðsson og Þorstein Berg stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða keppni við þá feðga Þórð Jörundsson og Jörund Þórðarson sem gáfu verulega eftir síðasta kvöldið. Annars má sjá öll úrslit á heimasíðu Bridgefélags Kópaogs þar sem heildarúrslitin eru fyrir framan nöfn spilaranna en skor og lokastaða kvöldsins eru fyrir aftan nöfnin, undir liðnum session
Næsta keppni félagsins er sveitakeppni og hefst hún næsta fimmtudag. Þeir sem ekki hafa enn myndað sveit geta snúið sér til Þórðar í síma 862-1794 og thorduring@gmail.com