Miðvikudagsklúbburinn: Brynjar og Ingvar efstir af 22 pörum
fimmtudagur, 7. október 2010
Brynjar Jónsson og Ingvar Hilmarsson kræktu sér í gjafabréf á veitingastaðinn Þrír frakkar hjá Úlfari. Þeir félagar skoruðu rétt rúmlega 60%. Unnar Atli Guðmundsson og Hafliði Baldursson urðu í 2. sæti og í 3ja sæti voru Gísli Steingrímsson og Sigurður Steingrímsson.