Bridgefélag Selfoss: Ólafur og Gunnar Björn taka forystu
föstudagur, 29. október 2010
Þeir Ólafur Steinason og Gunnar Björn hafa forystu í Málarabutler Briddsfélags Selfoss þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið. En skammt á hæla þeirra koma Kristján Már og Helgi Grétar og ekki þar langt á eftir Björn og Guðmundur. Þannig að það verður æsispennandi lokabarátta síðasta kvöldið sem spila verður næstkomandi fimmtudag.
Föstudaginn 5. nóvember koma svo félagar okkar í Briddsfélagi Rangæingar í heimsókn og spilaður verður tvímenningur.