Vesturlandsmót + Opna Borgarfjarðarmótið
Vesturlandsmótið í Tvímenning verður haldið að Mótel Venus við Borgarfjarðarbrú laugardaginn 17 apríl kl. 10:00. Spilaður verður Barómeter, allir við alla, ca. 45-63 spil sem fer eftir þátttöku. Mótið er silfurstigamót en ekki er keppt um sæti á Íslandsmóti eins og áður var.
Þáttökugjald er kr. 7.000,- á parið. INNIFALIÐ: Hádegisverður og kaffi/te allan daginn.
Þátttaka tilkinnist til Þórðar í s. 862-1794 og thorduring@gmail.com Formenn Bridgefélaganna á Akranesi og í Borgarfirði taka við skráningum í sínum félögum. Skráningu lokað á fimmtudag kl. 22:00
Opna Borgarfjarðarmótið fer fram dagana 19, 26 og 29 apríl. Fyrsta kvöldið er spilað í Logalandi, annað kvöldið í Mótel Venus og endað á Akranesi fimmtudaginn 29 apríl. Mótið er silfurstigamót og verða pör að mæta öll kvöldin eða útvega varapar. ´
Spilagjald er kr. 1.000,- hvert kvöld.