Suðurlandsmótið í tvímenning - ítrekun
mánudagur, 12. apríl 2010
Suðurlandsmótið í tvímenning 2010
Suðurlandsmótið í tvímenning verður haldið laugardaginn 17. apríl nk. Spilastaður verður í Tryggvaskála á Selfossi, og hefst spilamennska kl. 10:00 og stefnt að því að vera búið ekki seinna en kl. 18:00. Skráning er hafin á þessari síðu, eða hjá Garðari í síma 844 5209 og Ólafi í síma 898 2880 eða tölvupósti ost@ms.is. Skráningu lýkur fimmtudagskvöldið 15. apríl. Spilað verður um Suðurlandsmeistaratitilinn í tvímenning 2010, og silfurstig verða í boði. Ekki er lengur spilað um þátttöku á Íslandsmóti í tvímenning á svæðamótum.