Bridgefélag Rangæinga (19)
Verðlaunaafhending og
lokakvölds-Barómeter.
Að vanda er vetrinum lokað hjá Bridgefélagi Rangæinga með
því að félagarnir hittast á miðvikudagskvöldi, fyrir sumardaginn
fyrsta, og gera sér glaðan dag. Síðasta miðvikudagskvöld varð
engin undantekning á. Menn létu hvorki gos né aðrar
yfirlýsingar um náttúruhamfarir halda aftur af sér. Kvöldið
hófst með verðlaunaafhendingu en hægt er að sjá úrslit úr keppnum
vetrar hér á vefsíðu félagsins og verða þau því ekki endurtekin
(öll).
En samt er rétt að nefna það að Sigurður Skagfjörð varð klúbbmeistari, með klækjum (vilja menn meina) þar sem hann taldi makker sínum trú um að mæta ekki eitt kvöldið en fékk í staðin einn besta spilara suðurlands. Magnús, Magnús, Bergur og Sigurjón unnu með glæsibrag sveitakeppnina og að lokum unnu Torfi og Sigurður aðaltvímenning, en þar voru Halldór og Kristján ekki ýkja langt frá.
Eftir verðlaunaafhendinguna var spilaður barómeter og að vanda varð töluverð spenna. Margir voru í skemmri eða lengri stund á toppnum. Meistarar síðastliðinna ára náðu efsta sætinu en skömmu seinna fjaraði undan þeim og þeirra hlutverk varð að fylla upp í miðjan listann. Að lokum voru 2 pör jöfn að stigum og má segja að síðasta spil kvöldsins hafi ráðir úrslitum þar um. Þar var leitað svara við spurningunni: ef menn halda á QJ láta þeir J fyrst eða Q?
Torfi fann rétta svarið en fór ekki eftir því og þar með voru 7NT -1 eða 50 kall út. Menn láta Q frá QJ en gosa ef hann er stakur. Torfi og Ævar urðu jafnir Halldóri og Kristjáni í fyrsta sæti. En þar sem innbyrðiskeppni þeirra á milli hallaði á prestinn fékk hann rauðvínið en bræðurnir bjórinn. Sjá nánari úrslit hér.
Takk fyrir og gleðilegt sumar.