Bridgefélag Rangæinga (18)
fimmtudagur, 15. apríl 2010
Næstkomandi þriðjudag spilum við ekki, heldur ljúkum vetrarstarfinu miðvikudagskvöldið 21. apríl. Afhendum verðlaun fyrir veturinn og spilum svo "léttan" barómeter á eftir. Blautleg verðlaun að vanda og ekki illa séð, þó menn hafi með sér nesti og nýja skó eða jafnvel þurrbúning til þess að komast að Heimalandi.