Halldórsmót B.A.

þriðjudagur, 30. mars 2010

Nú er lokið næst síðasta aðalmóti Bridgefélags Akureyrar sem er Halldórmótið.

Mótið er hraðsveitakeppni þar sem bæði er reiknað sem Board-a-Match og sem impar.

Eftir frábæra frammistöðu öll kvöldin var það sveit Unu Sveinsdóttur sem fékk stærstu páskaeggin þó að sveit Sagaplast hafi nartað í hælana með því að vinna allar viðureignir síðasta kvöldið. Með henni voru Jón Sverrisson, Hjalti Bergmann og Gissur Jónasson.

1. Una Sveinsdóttir 171

2. Sagaplast 166

3. Stefán Vilhjálmsson 156

4. Old Boy 141

Öll úrslit eru hér

Næsta þriðjudag hefst Alfreðsmótið sem er þriggja kvölda impatvímenningur þar sem pör eru einnig dregin saman í sveitir. Best er að láta Víði keppnisstjóra vita af þáttöku í síma 8977628.

Að lokum má minna að Kjördæmamótið nálgast svo áhugasömum er bent á að láta Frímann vita í síma 8678744 fljótlega.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar