Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2010

miðvikudagur, 16. desember 2009

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2010 fer fram dagana 5. - 19. janúar.   Spilaðir verða 16 spila leikir nema að þátttaka verði of mikil til að leyfa þann fjölda spila.   Spilað verður með forgefnum spilum og verður árangur hvers pars metin í fjölsveitaútreikningi.

Keppnisdagar miðað við 18 sveitir (17 umferðir).

 5. janúar     umf. 1-2 
 6. janúar     umf. 3-4
12. janúar     umf. 5-6
13. janúar     umf. 7-8
16. janúar     umf. 9-12
17. janúar     umf. 13-15
19. janúar     umf. 16-17

Ef 20 sveitir skrá sig til leiks þá bætist við fimmtudagurinn 7. janúar. Ef 16 sveitir skrá sig til leiks þá dettur út miðvikudagurinn 13. janúar.

Skráningarfrestur er til 16:00 þriðjudaginn 5. janúar.

Dregið verður í töfluröð kl. 16:15 sama dag.

13 efstu sveitirnar úr Reykjavík öðlast rétt til að spila í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 2010.

Keppnisgjald er 28000 kr. á sveit.

Tekið er við skráningu á skrifstofu BSÍ, s. 587-9360.

eða í tölvupóst bridge@bridge.is    Skráningu verður að fylgja nöfn 4 spilara í sveitinni.

Skrá sveit

Heimasíða Reykjavíkurmótsins 2010

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar