Startmóti BA lokið

miðvikudagur, 30. september 2009
Þá er fyrsta móti af vetrardagskrá Bridgefélags Akureyrar lokið en þar lauk tveggja kvölda startmóti. Eftir fyrra kvöldið voru efstir þeir Pétur Guðjóns og Toni með 62,9% skor. Nokkuð á eftir þeim komu svo Frímann og Reynir með 56,7% og Hörður og Grettir þar á eftir með 55,8% skor. Seinna kvöldið hófst svo með látum þar sem Stefán Vilhjálms og Örlygur Örlygs fóru mestann. Það fór svo að þeir félagar sigldu fram úr Pétri, Tona og Jónasi Róberts, sem hafði bæst við sem þriðji maður í stað Tona, í tveimur síðustu setunum og höfðu af þeim toppsætið. Þriðja sætið kom svo í hlut Frímanns og Reynis. Aðrir gerðu sér að góðu kaffi og dýrindis súkkulaði. Eins og að ofan var ritað var þetta aðeins fyrsta mótið af spengilegri vetrardagskrá en næstu þrjú þriðjudagskvöld verður spilaður hinn geysivinsæli Greifatvímenningur. Sem fyrr er spilað að Skipagötu 14, 4. hæð og eru allir hvattir til að mæta og vera með.

Allar frekari upplýsingar og skráning eru hjá Víði keppnisstjóra í síma 897-7628.

Öll úrslit má nálgast hér. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar