Halldórsmót B.A.

fimmtudagur, 26. mars 2009

Halldórsmót B.A.

Spilamennskan hjá Bridgefélagi Akureyrar er í fullum gangi en nú er nýlokið þriggja kvölda Board-a-Match Halldórmóti. Það er hraðsveitakeppni þar sem hvert spil gefur stig fyrir hærri tölu auk þess sem impamunur veitir stig. Sveitir Frímanns og Ragnheiðar voru með forystu eftir tvö kvöld en þriðja kvöldið stungu liðsmenn Frímanns aðra af enda unnu þeir öll kvöldin. Með Frímanni spiluðu Reynir Helgason, Björn Þorláksson, Sveinn Pálsson og Jón Björnsson.

Undanúrslitin í Íslandsmótinu í sveitakeppni standa yfir og vonandi standa norðlenskar sveitir sig vel þar. Næsta mót hjá B.A. er svo eins kvölds einmenningur þar sem gott færi er til að næla sér í páskaegg fyrir hátíðina.

3. kvöld:

1. Sv. Frímanns Stefánssonar 76

2. Sv. Gylfa Pálssonar 70

3. Sv. Unu Sveinsdóttur 62

Heildarstaðan:

1. Sv. Frímanns Stefánssonar 226

2. Sv. Gylfa Pálssonar 190

3. Sv. Ragnheiðar Haraldsdóttur 187

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar