Bridgefélag Selfoss: Íslandsbankatvímenningurinn hafinn

föstudagur, 20. mars 2009

Keppni hófst í Íslandsbankatvímenningnum 2009 fimmtudaginn 19. mars. Mótið er þriggja kvölda Barómeterl tvímenningur, þar sem pörin spila 6 spil á milli sín. Notast er við Bridgemate tölvur Bridgesambandsins við innslátt á úrslitum, í fyrsta skipti hjá félaginu. Fjórtán pör mættu til leiks, og er staða efstu para þessi:

  1. Kristján Már Gunnarsson - Helgi Grétar Helgason 187

  2. Brynjólfur Gestsson - Helgi Hermannsson 181

  3. Ingibjörg Harðardóttir - Sigfinnur Snorrason 170

  4. Sigurður Vilhjálmsson - Gísli Þórarinsson 154

  5. Þröstur Árnason - Ríkharður Sverrisson 150

Heildarstöðuna ásamt spilagjöfinni og skori úr hverju spili má finna á þessari síðu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar