Bridgehátíð Vesturlands í Borgarnesi

laugardagur, 20. desember 2008

Bridgehátíð Vesturlands verður að venju haldin á Hótel Borgarnesi fyrstu helgina á nýju ári, þ.e. 3-4 janúar. Á laugardeginum verður sveitakeppni, 8 spila leikir, 8 umferðir eftir monrad. Á sunnudeginum verður monrad-tvímenningur, 4 spil í umferð, 12 umferðir. Dagskrá verður þannig:

Laugardagur:       Spilamennska hefst  kl. 10.00, spilaðir 3 leikir, kl. 13.15 matarhlé í 30 mín. og  síðan 5 leikir.

Sunnudagur:        Spilamennska hefst 10.30, 5 umferðir, kl. 13.15 matarhlé og síðan sjö umferðir.

Þáttökugjöld:       Sveitakeppni: 10.000,- pr. sveit      Tvímenningur: 2.500,- á mann

Skráning á staðnum, bara mæta tímanlega.

Hótel Borgarnes verður með góð tilboð á gistingu og mat eins og venjulega, s. 437-1119

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar