Sumarbridge á Akureyri

mánudagur, 7. júlí 2008

Sumarbridge er spilað á þriðjudagskvöldum í Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð og hefst kl. 19:30.  Opið hús, allt spilafólk hvatt til að láta sjá sig. Mæting hefur verið góð. Þriðjudaginn 3. júní spiluðu 10 pör og efst urðu:
1. Frímann Stefánsson - Sigurður Erlingsson        +41
2. Gissur Jónasson - Jón Sverrisson                +38
3. Hermann Huijbens - Stefán Vilhjálmsson        +11
4. Ragnheiður Haraldsdóttir - Ólína Sigurjónsdóttir +10

Umsjónarmaður sumarbridge er Frímann Stefánsson, s. 867 8744.

Mánudaginn 9. júní fer fram á sama stað leikur í bikarkeppni Bridgesambands Íslands. Þar etja kappi heimamenn í sveit Byrs (Frímann og Reynir, Pétur og Björn) og landsliðsmennirnir í sveit Eyktar (Jón og Þorlákur, Sverrir og Aðalsteinn). Þetta verður nokkurs konar lokaæfing landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst 14. júní! Leikurinn hefst kl. 14:30 og lýkur um kl. 20. Áhorfendur eru boðnir velkomnir.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar