16.júnímót Bridgefélag Menntaskólans að Laugarvatni

miðvikudagur, 11. júní 2008

16.júnímót Bridgefélags ML var vel sótt, 32 mættu til leiks og spiluð var sveitakeppni á eftir með þátttöku 10 sveita sem er sennilega met, a.m.k. á þessari öld! Efstu 3 pör fengu verðlaun ásamt efsta pari úr ML. Einnig voru veitt sérstök Kjartansverðlaun. Sverrir Þórisson og Hermann Friðriksson sigruðu en efstu Laugvetningar voru Matthías Páll Imsland framkvæmdastjóri Iceland Express og Ómar Olgeirsson. Kjartan Ásmundsson stóð sig best af Kjörtunum.

Efstu pör urðu:

1. 66,2% Sverrir Þórisson - Hermann Friðriksson

2. 62,1% Ásgeir Ásbjörnsson - Dröfn Guðmundsdóttir

3. 57,3% Guðrún Jóhannesdóttir - Arngunnur Jónsdóttir

4. 56,7% Matthías Páll Imsland - Ómar Olgeirsson

5. 56,5% Inda Hrönn Björnsdóttir - Grímur Kristinsson

6. 56,1% Jón Sigurðsson - Kristmundur Einarsson

16.júnímót ML
1.sæti: Sverrir Þórisson - Hermann Friðriksson.
Efstu Laugvetningar: Matthías Páll Imsland-Ómar Olgeirsson
Kjartansverðlaun:Kjartan Ásmundsson (að hringja í konuna og monta sig? :-))


16.júní-mót Bridgefélags ML

Þann 16.júní heldur Bridgefélag Menntaskólans að Laugarvatni hið árlega bridgemót. Að þessu sinni verður það haldið í samráði við Sumarbridge. Spilað er í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 19. Veitt verða verðlaun fyrir efstu pör í salnum og efstu pör fyrrverandi ML-inga sem og Kjartansverðlaunin. Spilaður verður monrad tvímenningur, 28 spil og eftir það sveitakeppni fyrir þá hörðustu. Veitingar frá Ostahúsinu í hléi. Skráning á staðnum og aðstoðað verður við myndun para.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar