Íslandsmeistararnir efstir

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Nýbakaðir Íslandsmeistarar í tvímenningi, Frímann Stefánsson og Reynir Helgason, tóku forystuna hjá B.A. fyrsta kvöldið í Alfreðsmótinu, minningarmóti um Alfreð Pálsson. Spilaður er impa-tvímenningur og pör einnig dregin saman í sveitir. Röð efstu para er þessi:
1. Frímann og Reynir                                47 IMP
2. Pétur Guðjónsson - Grettir Frímannsson        42 IMP
3. Haukur Jónsson - Grétar Örlygsson                33 IMP
4. Björn Þorláksson - Hörður Blöndal                 4 IMP

Efstu sveitir eru:
1. Frímann - Reynir, Ragnheiður Haraldsdóttir - Ólína Sigurjónsdóttir 41 IMP
2. Pétur - Grettir, Pétur Gíslason - Sigurður Erlingsson                     37 IMP

Alfreðsmótinu verður fram haldið 22.4. en næsta þriðjudag, 15.4., verður lokakvöldið í einmennings- og firmakeppni félagsins.
Um næstu helgi verða undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni spiluð í Reykjavík. Við óskum norðlensku sveitunum þar góðs gengis við græna borðið

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar