Miðvikudagsklúbburinn 31.október

fimmtudagur, 1. nóvember 2007

22 pör mættu til leiks í Miðvikudagsklúbbinn 31. október.
Soffía Daníelsdóttir og Magnús Sverrisson unnu öruggan sigur. Þau fengu konfektkassa og fleira frá O.Johnsen og Kaaber. 2. sætið kom í hlut Ingólfs Hlynssonar og Hermanns Friðrikssonar og fengu þeir bókina Nútímabridge eftir Guðmund Pál Arnarson. Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson voru dregnir út og fengu þeir súpur og sitthvað fleira.

Úrslit spilakvölda Miðvikudagsklúbbsins

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar