Eykt eru beztir - Hraðsveitakeppni að byrja næsta þriðjudag!

föstudagur, 2. nóvember 2007

Sveit Eyktar vann öruggan sigur í swiss - sveitakeppni BR þrátt fyrir að hafa fengið skell í næstsíðustu umferð.  Í raun máttu þeir einnig fá 0 stig í síðustu umferðinni og samt unnið, þvílíkir voru yfirburðirnir.

Sjá stöðu.

1.sæti - Eykt. Því miður náðust Eyktarmenn ekki á mynd, þeir þóttu ekki nógu myndarlegir :-)

Swiss-3-Vinir
2.sæti - Norge. Eru þetta heimsmeistararnir?

Swiss-2-Norge
3.sæti - Vinir úr Kópavogi. Já, það er gott að búa í Kópavogi...

Næsta mót félagsins er þriggja kvölda hraðsveitakeppni sem hefst þriðjudaginn 6. nóvember. Að vanda er spilað í Síðumúla 37 kl. 19. Aðstoðað verður við myndun sveita og er vissara að mæta tímanlega að skrá sig til að auðvelda skipulagningu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar