Bridgefelag Akureyrar

miðvikudagur, 24. október 2007

Pétur og Jónas sigursælir hjá B.A.

Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hófst með tveggja kvölda Startmóti, sem kennt er við Sjóvá-Almennar. Þar urðu efstir Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson með 59 stig. Jafnt þeim var "par" skipað fjórum spilurum: Valmar Valiaots, Pétri Gíslasyni, Sigfúsi Hreiðarssyni og Sigfúsi Aðalsteinssyni. Í þriðja sæti  urðu Frímann Stefánsson og Reynir Helgason með 35 stig.

Næst á dagskrá var Greifatvímenningur, þriggja kvölda impatvímenningur, sem er nýlokið. Eftir verulegar sviptingar varð röð efstu para þessi:
1. Pétur Guðjónsson - Jónas Róbertsson                                100
2. Haukur Harðarson - Grétar Örlygsson - Viðar Ólafsson        91
3. Frímann Stefánsson - Reynir Helgason                                 82
4. Björn Þorláksson - Sveinn Pálsson - Jón Björnsson               43
5. Stefán Vilhjálmsson - Hermann Huijbens - Haukur Jónsson  32
Eins og sjá má voru innáskiptingar algengar!
Veitingahúsið Greifinn veitir verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Næsta mót B.A. er hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga sem hefst þriðjudaginn 30. október kl. 19:30 í Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð. Þátttaka tilkynnist Víði Jónssyni, keppnisstjóra, sími 897 7628 eða Stefáni V., s. 898 4475. Aðstoðað verður við myndun sveita.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar