Halldórsmóti B.A. lokið

miðvikudagur, 21. mars 2007
Halldórsmóti lokið
Nú þegar íslenskir bridgespilarar gera sig klára fyrir undanúrslitin þá lauk þriggja kvölda Halldórsmóti í Board-a-Match sveitakeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga landaði sigrinum eftir að hafa leitt nánast allan tímann. Í henni spiluðu Björn Þorláksson, Pétur Gíslason, Reynir Helgason og Frímann Stefánsson. Lokastaðan varð:
1. Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 232
2. Sv. Unu Sveinsdóttur 198
3. Sv. Stefáns Sveinbjörnssonar 183
4. Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 179
Næstu tvö kvöld verða spilaðir stórskemmtilegir einmenningar en þegar er lokið einu einmenningskvöldi. Sá sem nær besta meðalskorinu í tveimur af þessum þremur mótum verður Einmenningsmeistari B.A.
Félagið óskar sínum sveitum góðs gengis um helgina og vonandi komast sem flestar áfram.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar