Reykjavíkurmótið í sveitakeppni

miðvikudagur, 17. janúar 2007

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni er nú í fullum gangi og eru búnar 11 umferðir af 17. Mótið klárast næstu helgi, 20.-21. janúar. Grant Thornton hefur sýnt mikinn stöðugleika og hefur tekið góða forystu en núverandi Reykjavíkurmeistar og Íslandsmeistar í sveit Eyktar eygja enn von um að verja titilinn. Mikil barátta er hjá nokkrum sveitum að halda sér meðal 13 efstu því það er kvóti Reykjavíkur á Íslandsmót. Sjá nánar á bridge.is.

Staðan:

1 Grant Thornton 232
2 Eykt 212
3 Málning 199
4 Karl Sigurhjartarson 198
5 Björn Eysteinsson 187
6 Sölufélag garðyrkjumanna 185
7 Myndform 184
8 Garðs apótek 176
9 Garðar & vélar 167
10 VÍS 161
11 Esja kjötvinnsla 150
12 Lekta 144
13 undirfot.is 142
14 Eðvarð Hallgrímsson 137
15 Plastprent 132
16 Jóhann Sigurðarson 116
17 Birta 106
18 Eggið 103

 

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar