Miðvikudagsklúbburinn: Jón og Rúnar unnu 21 para tvímenning!!

fimmtudagur, 23. nóvember 2006

Jón Ingþórsson og Rúnar Gunnarsson voru efstir meðal jafningja hjá Miðvikudagsklúbbnum 22. nóvember. Þeir unnu 21 para tvímenning, en aðeins munaði 2,4% niður í 6. sæti. Þeir fengu að launum glæsileg gjafabréf frá Veitingastaðunum Lauga-Ás. Gróa Guðnadóttir og Sveinn Þorvaldsson enduðu í 2. sæti og fengu sætindi frá SS og O.Johnsen og Kaaber. Erla Sigurjónsdóttir og Sigfús Þórðarson voru dregin út og fengu sambland af konfekti og matarkryddi frá SS.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar