Aðaltvímenningur B.H. að hefjast

miðvikudagur, 15. nóvember 2006

Aðaltvímenningur að hefjast.

Næsta mánudag hefst Aðaltvímenningur félagins sem verður fjögurra kvölda tvímenningur. Sigurvegararnir hreppa titilinn Tvímenningsmeistarar BH 2006-2007 ásamt eigulegum verðlaunagrip.
Ljóst er sigurvegarar síðasta árs Garðar Garðarson og Kristján Kristjánson ætla að verja titilinn af hörku en aðrir ættu nú að eiga sæmlega möguleika.

Bridgefélag Hafnarfjarðar spilar á mánudögum kl. 19:30 í Hampiðjuhúsinu, Flatahrauni 3. (Hraunsel)
Upplýsingar veitir Hafþór í s. 899-7590.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar