Starfsemi Bridgefélags Selfoss að hefjast aftur

sunnudagur, 17. september 2006

Þá fer starfsemi vetrarins að hefjast, en að venju hefst hún með aðalfundi. sem verður haldinn föstudaginn 22. september í Tryggvaskála kl. 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, verðlaunaafhending fyrir síðastliðið keppnistímabil og að því loknu verður gripið í spil.

Síðan verður spilaður eins kvölds tvímenningur fimmtudagskvöldið 28. september kl. 19:30. Spilastaður í vetur verður Tryggvaskáli eins og hefur verið í mörg mörg ár. Mótaskráin verður síðan sett undir  mótaskrá á heimasíðu Bridgefélag Selfoss,þegar hún verður tilbúin.

Upplýsingar um spilamennsku veita Ólafur Steinason, s. 898-6500 og Garðar Garðarsson, s. 862-1860.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar