Páll Valdimarsson og Valur Sigurðsson sigurvegarar í hausttvímenningi BR

miðvikudagur, 20. september 2006

Minnt er á næstu keppni BR sem hefst næsta þriðjudag, 26.september, 3ja kvölda bötlertvímenningur. Þetta keppnisform hefur verið afar vinsælt undanfarin ár!

Tveggja kvölda hausttvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur lauk í gær.

Páll Valdimarsson og Valur Sigurðsson skoruðu jafnt og þétt og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Lokastaða efstu para:

1. Páll Valdimarsson - Valur Sigurðsson                    58,0%
2. Örlygur Már Örlygsson - Ómar Freyr Ómarsson  57,6%
3. Halldór Þorvaldsson - Guðlaugur Sveinsson         57,2%
4. Guðmundur Skúlason - Sveinn Stefánsson           53,8%
5. Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal                       53,5%
6. Sævar Þorbjörnsson - Karl Sigurhjartarson          52,6%

Palli Vald-Valur
Valur Sigurðsson og Páll Valdimarsson glaðbeittir sigurvegarar ásamt
Dennu sem afhenti verðlaunin.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar