Miðvikudagsklúbburinn: Halldór og Magnús unnu gjafabréf á veitingstaðinn Lauga-Ás

fimmtudagur, 28. september 2006

Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson unnu eins kvölds Barómeter hjá Miðvikudagsklúbbnum. Þeir skoruðu 58,8%. 2,5% hærra skor en Lilja Kristjánsdóttir og Ólöf Ólafsdóttir sem enduðu í 2. sæti. Halldór og Magnús fengu gjafabréf á veitingastaðinn Lauga-Ás en Lilja og Ólöf fengu 6.000 kr. úttekt hjá Sláturfélagi Suðurlands. Unnar Atli Guðmundsson og Gunnar Birgisson voru síðan dregnir út og fengu sömu verðlaun og Lilja og Ólöf.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

Bronsstigahæstu karl og kvenspilarar vetrarins fá í verðlaun fataúttekt hjá Sævari Karli og eru Halldór og Magnús hæstir af karlspilurum með 36 bronsstig en Lilja og Ólöf leiða kvenspilara með 15 bronsstig.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar