B.A. býður til Startmóts Sjóvá!

miðvikudagur, 20. september 2006

Bridgefélag Akureyrar hefur ákveðið að bjóða til ókeypis bridgeveislu í upphafi keppnistímabilsins.

Þriðjudaginn 26.september hefst tveggja kvölda tvímenningsmót, Startmót Sjóvá, og til að byrja tímabilið að krafti verður ekkert keppnisgjald innheimt.

Eru allir hvattir til að mæta og félagar skulu endilega gera átak í því að fá óvirka félaga aftur í fjörið :-)

Tækifærin gerast ekki betri til að dusta rykið af heilafrumunum og spila bridge!

Stjórn B.A.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar