Aðalfundartvímenningur Bridgefélags Selfoss

þriðjudagur, 26. september 2006

Aðalfundur Bridgefélags Selfoss var haldinn 22. september, og var stjórnin þar endurkjörin í heilu lagi. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum, var spilaður 11 para tvímenningur. Úrslitin eru  komin inn á heimasíðu félagsins. Næst verður spilaður eins kvölds tvímenningur fimmtudagskvöldið 28. september. Síðan verður spilaður 3 kvölda butlertvímennignur 5. 12. og 19. október. Mótaskrána er annars að finna hér.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar