Sumar loksins komið Hér á Akureyri er komið sumar og snjór óðum að hverfa úr görðum. En sumar þýðir auðvitað líka að B.A. spilar á þriðjudögum kl 19:30 og 23.maí urðu efstir: 1. Reynir Helgason - Björn Þorláksson +8 2. Gissur Gissurarson - Viggó Reisenhus +5 3. Stefán Vilhjálmsson - Guðmundur V.
Rúnar Gunnarsson og Ómar Olgeirsson byrjuðu Sumarbridge 2006 með glæsilegu skori, 69,6%. Þetta er með hærri skorum sem hefur náðast þegar spilaður hefur verið Monrad Barómeter.
Einmenningsmót BR fyrir bronsstigahæstu spilara BR í vetur fór fram þriðjudaginn 16.maí. Veglegt gjafabréf frá Heimsferðum fyrir sigurvegarann!! Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæsta spilara vetrarins, efstu konuna og yngri spilarann.
Jón Stefánsson og Mangús Sverrisson skutust í efsta sætið í lokaumferðinni og unnu sér inn gjafabréf á veitingastaðinn Lauga-Ás. Ísak Örn Sigurðsson og Halldóra Magnúsdóttir voru í 2. og fengu þau gjafakörfu frá SS sem og Rúnar Gunnarsson og Hermann Friðriksson sem voru dregnir út af handahófi.
Rúnar Gunnarsson og Hermann Friðriksson toppuðu á réttum tíma í Mánudagsklúbbnum og unnu sér inn gjafakörfu frá SS. Þeir enduðu 2 stigum fyrir ofan Óttar og Ara með +26 sem jafngildir 59.3% skori.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar