Úrslit í Íslandbankamóti BA

fimmtudagur, 5. janúar 2006

Íslandsbankamótið er alltaf vinsælt milli hátíða hér á Norðurlandi eystra og ávallt er gaman að sjá hversu margir láta sjá sig frá nágrannabyggðarlögum.

Fyrirkomulagið var Monradtvímenningur með tólf fjögurra spila umferðum eða 48 spil. Glæsileg flugeldaverðlaun voru að venju auk ýmissa aukaverðlauna.

Sigurvegararnir tóku fljótlega forystu og breikkaði bilið smám saman. Þeir fengu víst enga mínussetu allt kvöldið! Parinu í 2. sæti var líka vel fagnað

1. Reynir Helgason - Sigurbjörn Haraldsson 63,3%

2. Hans Viggó Reisenhus - Sigurgeir Gissurarson 56,0%

3. Guðmundur Halldórsson - Sveinn Aðalgeirsson 55,4%

4. Stefán  - Ingólfur 55,4%

5.-6. Björn Þorláksson - Frímann Stefánsson 54,5%

5.-6. Hákon Sigmundsson - Kristján Þorsteinsson 54,5%

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar