Drama að venju

mánudagur, 30. janúar 2006

Svæðamóti Norðurlands Eystra er lokið og eins og oft áður var gríðarleg spenna í lokin en átta sveitir kepptu um 3 sæti í undanúrlitunum. Sigurverarar urðu nokkuð örugglega sveit Sparisjóðs Norðlendinga.

Þegar einni umferð var ólokið áttu margar sveitir möguleika á hinu mikilvæga 3.sæti og en tvær efstu voru komnar í þægilega stöðu. Þá voru sveitir Stefáns og Ingvars jafnar í 3.-4. og þremur stigum á eftir var sveit Ragnheiðar.

Það er skemmst frá því að segja að þær fengu allar 14 stig þannig að staða þeirra innbyrðis breyttist ekkert!

Þar sem sveit Stefáns V. vann Ingvar og félaga innbyrðis 21-9 þá er sveit Stefáns kominn áfram!

Það þykja mikil tíðindi því undanfarin ár hefur sú sveit iðulega misst af sætinu á innbyrðis leik.

Lokastaðan:

1. Sv. Sparisjóðs Norðlendinga 129

2. Sv. Gylfa Pálssonar 118

3. Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 106

4. Sv. Ingvars Páls Jóhannessonar 106

5. Sv. Ragnheiðar Haraldsdóttur 103

6. Sv. Kristjáns Þorsteinssonar 100

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar