Spilamennska á REALBRIDGE - Leiðbeiningar

  1. Spilari á að ALERTA sýnar eigin gerfisagnir og skrifa skýringu með. Smella á ALERT, skrifa skýringu, smella á SÖGN, í þessari röð
  2. Allar sagnir, þ.m.t. DOBL og REDOBL, sem hafa óhefðbundna merkingu og gæti komið andstöðunni á óvart skal ALERTA. (Þó ekki stayman og yfirfærslur)
  3. Smella á sögn hjá andstöðu til að biðja um skýringu. Smella á eigin sögn til að skrifa skýringu. Allar skýringar geta farið í gegnum forritið.
  4. Halda tímaplani, 7 mín. á spil. KLEIMA um leið og slagafjöldi er augljós.
  5. Ef annað parið notar mikinn tíma, kalla á keppnisstjóra og láta vita.
  6. Vera með á hreinu hvenær t.d. yfirfærslur og Bergen detta út við innákomu andstöðunnar.
  7. Reynum að útiloka umhverfishljóð frá heimili eins og kostur er.

Reykjavík Bridge Festival

STIG 2 (kerfið): Hefst 28. sept. Fimm miðvikudagskvöld frá 19-22 í Síðumúla 37.

Farið vel yfir uppbyggingu Standard-kerfisins og áframhald sagna eftir opnun og fyrsta svar. Námskeiðið hentar breiðum hópi spilara og ekkert mál að mæta stakur/stök. VERÐ: 20 þúsund fyrir manninn.

Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 og í tölvupósti gpa@simnet.is

Bkv. Guðmundur Páll Arnarson