Bikarkeppni 2007

Bikarkeppni Bridgesambandsins fer að venju fram í sumar og búið er að draga í fyrstu umferð. Alls skráðu 31 sveit sig til leiks.  Keppnisgjald er 4.000 krónur á umferð.

Sveit Eyktar situr yfir í fyrstu umferð, en sveitarmeðlimir Eyktar skipa opna landsliðið á NM í Lillehammer nú í júní. Drátturinn í 2.umferð lítur þannig út- sveitin sem talin er upp á undan á heimaleik

Frestur til að ljúka umferðum er þannig:
1. umferð              21. júlí
2. umferð              18. ágúst
3. umferð              16. september
Undanúrslit og úrslit       22.-23. september

ÚRSLITALEIKUR BIKARKEPPNI BSÍ

Sveit Eyktar vann glæsilegan sigur 180 - 100 á sveit Grant Thornton í 64 spila bikarúrslitaleik sem háður var 23. september. Sveit Eyktar vann sigur í öllum fjórum lotunum, 42-35 í fyrstu lotunni, 42-17 í annarri, 59-27 í þeirri þriðju og 37-21 í þeirri fjórðu. Spilarar í sveit Eyktar voru Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson

bikarmeistarar-Eykt
Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson,
Sigurbjörn Haraldsson og Sverrir Ármannsson

 

UNDANÚRSLIT BIKARKEPPNI BSÍ

Undanúrslitaleikjum Bikarkeppni BSÍ lauk um klukkan 18:15 þann 22. september. Úrslitin urðu þannig:
EYKT - BREKI JARÐVERK         85 - 17    Breki gaf leikinn e. 2 lotur af 4
SP.SIGLUFJARÐAR - GRANT THORNTON   97 - 109

Til úrslita um bikarmeistaratitilinn spila sveitir Eyktar og Grant Thornton. Leikurinn verður sýndur á Bridgebase og hefst klukkan 11:00 þann 23. sept og lýkur um 20:30

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar