Spenna í deildarkeppni.

laugardagur, 23. nóvember 2024

Það er búið að vera skemmtileg stemmning í Hafnarfirði í dag þar sem spilað er í undanúrslitum í 1.deild samhliða því sem 2.deild er spiluð. 

Í 1.deild unnu Grant Thornton og InfoCapital sína leiki og eru komin í úrslit. Ekki í fyrsta skipti sem þessar sveitir spila til úrslita. Á morgun sunnudag verður bein útsending á BBO frá klukkan 10.00 

Í 2.deild er einnig mikil spenna en þær tvær sveitir sem voru sigurstranglegastar fyrir mótið, TM Selfoss og Sætir piltar, áttu góðan endasprett í dag og eru í tveimur efstu sætunum. 

Staðan eftir 5 leiki af 10 er eftirfarandi. En það eru 4 sveitir sem komast upp í 1.deild. 

Staða  Stig Sveit Spilarar
1 73.12 TM Selfossi Kristján Már Gunnarsson - Runólfur Þór Jónsson - Björn Snorrason - Guðmundur Þ Gunnarsson - Hrannar Erlingsson - Sigurður Páll Steindórsson
2 68.44 Sætir Piltar Gunnlaugur Sævarsson - Vignir Hauksson - Kristján Blöndal - Einar Jónsson - Guðmundur Sv. Hermannsson - Ragnar Hermannsson
3 62.14 Marshall Hjálpin Rosemary Shaw - Steinberg Ríkarðsson - Anna Ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir
4 61.51 Þruma Harpa Fold Ingólfsdóttir - María Haraldsdóttir - Arngunnur Jónsdóttir - Alda Guðnadóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar