Úrslit á Evrópumóti

fimmtudagur, 4. júlí 2024

Evrópumótinu í Herning er lokið. Var frábærlega að mótinu staðið hjá Dönum og sérstaklega hjá Bridgeklúbbnum í Herning. 

Í opna flokknum voru væntingar um að stiga skref fram á við og stefna að því að komast á topp 8 eftir 2 ár í Riga. 

Var margt gott í spilamennskuna en tap gegn slökum liðum gerði það að verkum að íslenska liðið gerði aldrei atlögu að topp 10. Niðurstaðan var rúmlega 277 stig eða tæplega 10 sig í leik og 17.sæti. 

Í kvennaflokki voru væntingar um að vera á topp 15 og fá mikilvæga reynslu. Spilaði liðið virkilega vel framan af og náði frábærum úrslitum gegn sterkum þjóðum. Halla tók undan fæti þegar leið á og niðurstaðan 16.sæti og rúmlega 177 stig. 

Úrslit í kvenna flokk

Results (eurobridge.org)

 

Úrslit í opna flokk

Results (eurobridge.org)

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar