Sveit SFG efst á Suðurlandsmótinu í sveitakeppni
laugardagur, 6. janúar 2024
Það var alvöru dramatík á Suðurlandsmótinu í sveitakeppni sem var haldið á Hvolsvelli í gær og í dag. SFG vann mótið með 16-13 impa sigri gegn íslenskum Landbúnaði í lokaleiknum og var 0,5 vinningsstigum fyrir ofan Landbúnaðinn. Í sveit SFG spiluðu Gunnlaugur Karlsson - Kjartan Ingvarsson - Stefán Jónsson - Sverrir Þórisson
Sveit TM hefur verið mjög sigursæl undanfarin ár en varð að lúta í gras núna um helgina.
Sveit íslensks Landbúnaðar voru krýndir Suðurlandsmeistarar þar sem þeir voru efsta sveit þeirra sveita sem voru með nægjanlegt hlutfall Sunnlendinga í liðinu og voru 0,06 vinningsstigum fyrir ofan sveit Óla Steina. Í sveit íslensk Landbúnaðar spiluðu Höskuldur Gunnarsson - Guðmundur Þ Gunnarsson - Sigurður Jón Björgvinsson - Sveinn Ragnarsson - Þröstur Árnason
Þetta mót var mjög vel heppnað og eiga þeir sem stýrðu mótinu þakkir skildar fyrir frábært mót.