1.deildin spiluð um helgina

föstudagur, 20. október 2023

Um helgina er spiluð 1.deildin í Bridge. Það eru 10 sveitir sem eiga rétt til þátttöku. 4 efstu spila svo í undanúrslitum, sveitirnar í 5-6 sæti hafa lokið spilamennsku en sveitirnar í 7-10 falla í 2.deild. 

Fyrirfram er reiknað með að allt geti gerst en 5 sveitir verða að telja líklegastar til að keppa um 4 efstu sætin. 

InfoCapital

Grant Thornton 

Betri Ferðir 

Tick Cad 

TM Selfossi

Auk þess spila

Járntjaldið 

Doktorinn

Formaðurinn

Rangæingar 

Hjálmar Pálsson

Það verður bein útsending á BBO í hverri umferð, en Stefán Jónsson, Inda Björnsdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir munu sjá um að lýsa á BBO.

Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. 

Mun spilamennska byrja klukkan 10.00 í Síðumúla. 

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar