Jón Baldursson látinn
sunnudagur, 10. september 2023
Það er með mikilli sorg í hjarta sem ég flyt þær fréttir að Jón Baldursson lést aðfararnótt laugardags.
Jón Baldursson var án nokkurs vafa besti bridgespilari Íslands fyrr og síðar. Hann varð 16 sinnum Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge og Íslandsmeistari í tvímenningskeppni 6 sinnum.
Hann varð Norðurlandameistari 1988, 1994, 2013, 2015 og 2019. Jón átti að baki yfir 600 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann vann Generali master, óopinbera heimsmeistarakeppni í einmenningi árið 1994, vann Transnational sveitakeppni, heimsmeistarakeppni í blönduðum flokki árið 1996 og varð tvisvar Norður-Ameríkumeistari. Hann varð heimsmeistari í bridge er íslenska sveitin vann Bermuda Bowl, árið 1991 í Yokohama. Jón Baldursson er í “Hall of Fame” Evrópska Bridgesambandsins.
Við flytum Ellu, fjölskyldu Jóns og vinum samúðarkveðjur. Á sama tíma þökkum við fyrir allt það sem Jón gerði fyrir Bridge, Jón skilur eftir sig þekkingu inn í hreyfingunni byggða á getu, reynslu og sigurvilja