Ómar og Stefán Íslandsmeistarar í tvímenning

sunnudagur, 5. mars 2023

Ómar Olgeirsson og Stefán Jóhannsson Íslandsmeistarar í tvímenning 2023

Skemmtilegu Íslandsmóti í tvímenning lauk í gær með öruggum sigri Ómars Olgeirssonar og Stefáns Jóhannssonar. Ómar og Stefán tóku forystu snemma í mótinu og var sigur þeirra aldrei í hættu, Fín mæting var á mótið sem var það fjölmennasta í 12 ár. 

Efstu þrjú pörin voru

1. Ómar Olgeirsson og Stefán Jóhannsson með 61,24% 

2. Rúnar Einarsson og Guðjón Sigurjónsson með 56,37%

3. Hrannar Erlingsson og Snorri Karlsson með 55,04% 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar