Norskur sigur

föstudagur, 27. janúar 2023

Norskt par þeir Tor Eivind Grude og Christian Bakke unnu sigur í tvímenningskeppni Bridgehátíðar. Þetta var kærkominn sigur hjá þeim því þetta var í fyrsta sinn sem þeir vermdu fyrsta sætið allt mótið, með 57,6% skor.

Íslenska parið, Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson enduðu í öðru sæti, mjög stutt á eftir með 57,2% skor.

Þýska parið Sabine Auken og Roy Welland þurfti að sætta sig við að detta niður í þriðja sæti með 57,2% skor, aðeins fyrir neðan Gunnlaug og Kjartan. Það var svekkjandi fyrir þau, því þau vermdu lengi efsta sætið.

Íslendingarnir Birkir Jón Jónsson og Matthías Gísli Þorvaldsson náðu fimmta sæti með 56,7% skor.

Hjördís Eyþórsdóttir og Janice Seamon-Molson fyrrverandi heimsmeistarar kvenna, enduðu í sjötta sæti.

 

Tíu efstu pörin voru þessi.

1. 57,6% Tor Eivind Grude – Christian
Bakke
2. 57,2% Gunnlaugur Karlsson - Kjartan
Ingvarsson
3. 57,2% Sabine Auken - Roy
Welland
4. 56,8% Jostein Sørvoll - Svein Arild Naas
Olsen
5. 56,7% Birkir Jón Jónsson - Matthías
Þorvaldsson

6. 56,3% Hjördís Eyþórsdóttir - Janice Seamon-
Molson

7. 56,2% Julius Sigurjonsson - Frederic
Wrang
8. 55,7% Gunnar Hallberg - Simon
Hult
9. 55,3% Bragi Hauksson - Helgi
Jónsson
10. 55,2% Andrew McIntosh - Tom
Paske

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar