Fréttir - 2022 - 10
Grant Thornton efstir
1. deildin var spiluð í deildarkeppni Bridgesambands Íslands um helgina. Fjórar efstu sveitirnar munu síðan spila til úrslita 19-20. nóvember en sömu helgi verður 2.deildin einnig spiluð.
Grant Thornton sem eru efstir mega velja á milli Tick Cad og Info Capital í undanúrslitum. Ef þeir velja Info Capital munu þeir fara með 16 impa í forgjöf sem er helmingurinn af því sem þeir unnu Info Capital um helgina. Ef þeir velja Tick Cad munu þeir byrja með -2 impa. Sveit Info Capital er þó fyrnasterk og óvíst að 16 impa forgjöf muni skipta einhverju máli þegar á reynir á móti svo sterkri sveit.
Fjórar neðstu sveitirnar munu spila í 2.deild og geta unnið sér aftur inn réttinn til að spila í efstu deild.
Úrslitn urðu annars eftirfarandi.
1 | 131.38 | Grant Thornton |
2 | 119.47 | Betri frakkar |
3 | 115.63 | Tick Cad |
4 | 99.07 | Info Capital |
5 | 96.92 | Kjaran gólfbúnaður |
6 | 81.19 | Vinir Gulla |
7 | 76.47 | Hjálmar S Pálsson |
8 | 65.01 | Doktorinn |
9 | 61.88 | FRÉTTABLAÐIÐ-HRINGBRAUT |
10 | 52.98 | SFG |
Viltu læra bridge - námskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Tengill hér