Fréttir af bikarnum

fimmtudagur, 28. júlí 2022

Í gær fóru fram tveir leikir í 16.liða úrslitum í bikarnum. Bridgefélag Breiðholts vann Athenu 120-76 og Skákfjelagið vann Doktorinn 74-65. Bridgefélag Breiðholts og Skákfjélagið eru því komin áfram í 8.liða úrslit ásamt InfoCapital og SFG. 

Í kvöld er stórleikur Hótel Norðurljósa og Grant Thornton sem sendur verður út á BBO klukkan 18.00. Á mánudag verður svo leikur J.E.Skjanna og Frímanns Stefánssonar. Tick Cad og Formaðurinn spila á fimmtudag eftir verslunarmannhelgi og Ríkisféhirðir og Breytt og Brallað munu einnig spila í næstu viku. 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar