Borgarfjörður Eystri

fimmtudagur, 14. júlí 2022

Borgarfjörður Eystri og Hallveig Karlsdóttir voru heimsótt í dag og í gær. Hallveig ætlar að hjálpa að draga í bikarnum og sýna aðstæður en hún er að halda minningar/afmælismót Skúla Sveinssonar þann 27.ágúst. Spilað verður á Álfacafe eins og áður segir laugardaginn 27.ágúst og í skoðun er að halda upphitunar tvímenning föstudaginn 26.ágúst og svo verður skipulögð dagskrá sunnudaginn 28.ágúst. 

Nú þegar eru um 13 pör skráð svo það stefnir í stórskemmtilegt mót. Hallveig er búinn að taka frá gistingu á Borgarfirði Eystri fyrir þá sem ætla að vera með en ljóst er að fólk verður að drífa sig að panta til að missa ekki af áður en allt verður uppselt. 

https://bridge.is/bridgesamband-islands/mot/2022-2023/2022-08-27/minningarmot-um-skula-sveinssonar/

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar