Bein útsending á BBO klukkan 18

fimmtudagur, 28. júlí 2022

Leikur Hótel Norðurljósa og Grant Thornton í 16.liða úrslitum í bikar verður sýndur beint á BBO klukkan 18.00 í dag. Lýsendur verða Stefán Jónsson og Ísak Örn Jónsson. Er óhætt að segja að þeir hafi lagt mikið í verkefnið enda legið yfir kerfiskortum spilara Hótel Norðurljósa og Grant Thornton síðustu daga.