Senior liðið á siglingu

sunnudagur, 19. júní 2022

Ísland vann Holland í senior flokknum í öðrum leik dagsins. Fór leikurinn 30-19 fyrir Íslandi í impum og fékk Ísland 13,04 vinningsstig. Er Ísland í 11.sæti. Spilar Ísland við Frakkland í síðasta leik dagsins í mjög mikilvægum leik. Frakkland er sem stendur í sjöunda sæti.

Í opna flokknum tapaði Ísland fyrir Ítalíu og er í 23. sæti. Spilum við gegn Rúmeníu í síðasta leik dagsins.

Í kvenna flokki töpuðum við gegn Svíum eftir að hafa haft yfirhöndina fram í tólfta spil og fengum 5 vinningsstig. Er Ísland í 15. sæti. Í síðasta leik dagsins spilar Ísland við Holland.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar